Um fyrirtækið
Arctic Hotels er samnefnari fyrir þær gistieiningar sem við rekum hér á Sauðárkóki: Hótel Tindastól, Hótel Miklagarð og Gistiheimilið Miklagarð. Fyrirtækið er í eigu okkar hjónanna Tómasar Árdal og Selmu Hjörvarsdóttur. Við leggjum áherslu á áreiðanleika og öryggi með ábyrgum rekstri.
Afskipti okkar af ferðaþjónustu hófust árið 2007 er við keypum gistiheimilið Miklagarð. Síðar tókum við yfir rekstur sumarhótelsins í heimavist FNV og höfum rekið það síðan 2009 undir nafninu Hótel Mikligarður. Árið 2012 bættist svo hið aldna hótel Tindastóll við flóruna og fylgdi þá með húsið Sólarborg sem stendur við hlið hótelsins en það var þá nýuppgert og er núna notað sem viðbót við Hótel Tindastól.
Hvort sem þið viljið njóta útivistar, nálægðar við náttúruna eða heimsækja sögufræga staði þá bjóðum við upp á fjölbreytt úrval gistingar í yfir 100 herbergjum yfir sumartímann og 34 yfir veturinn.
Hótel Tindastóll er elsta starfandi hótel landsins og var byggt 1884 til að sinna vaxandi þörf fyrir gistirými í kringum vesturferðir Íslendinga til Kanada á þeim árum. Hótelið er þriggja stjörnu hótel í gömlum rómantískum stíl þar sem andi liðinna tíma svífur yfir vötnum.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur og eiga saman sanna íslenska upplifun.
Selma Hjörvarsdóttir, hótelstjóri
Tómas Árdal, framkvæmdastjóri
Fylgdu okkur