Um okkur

Um fyrirtækið

Arctic Hotels er samnefnari fyrir þær gistieiningar sem við rekum hér á Sauðárkóki: Hótel Tindastól, Hótel Miklagarð og Gistiheimilið Miklagarð. Fyrirtækið er í eigu okkar hjónanna Tómasar Árdal og Selmu Hjörvarsdóttur. Við leggjum áherslu á áreiðanleika og öryggi með ábyrgum rekstri.

Afskipti okkar af ferðaþjónustu hófust árið 2007 er við keypum gistiheimilið Miklagarð. Síðar tókum við yfir rekstur sumarhótelsins í heimavist FNV og höfum rekið það síðan 2009 undir nafninu Hótel Mikligarður. Árið 2012 bættist svo hið aldna hótel Tindastóll við flóruna og fylgdi þá með húsið Sólarborg sem stendur við hlið hótelsins en það var þá nýuppgert og er núna notað sem viðbót við Hótel Tindastól.

Hvort sem þið viljið njóta útivistar, nálægðar við náttúruna eða heimsækja sögufræga staði þá bjóðum við upp á fjölbreytt úrval gistingar í  yfir 100 herbergjum yfir sumartímann og 34 yfir veturinn.

Hótel Tindastóll er elsta starfandi hótel landsins og var byggt 1884 til að sinna vaxandi þörf fyrir gistirými í kringum vesturferðir Íslendinga til Kanada á þeim árum. Hótelið er þriggja stjörnu hótel í gömlum rómantískum stíl þar sem andi liðinna tíma svífur yfir vötnum.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur og eiga saman sanna íslenska upplifun.

Selma Hjörvarsdóttir, hótelstjóri

Tómas Árdal, framkvæmdastjóri

Umhverfisstefna Arctic hotels

• Við gefum gestum okkar val um hversu oft er skipt um handklæði og rúmföt og geta þeir þannig hjálpað til að huga að umhverfinu með því að draga úr orku-og vatnsnotkun.

• Við reynum alltaf að slökkva ljós og búnað sem er ekki í notkun t.d. þegar við yfirgefum herbergi. Við biðjum ykkur vinsamlegast að hafa það í huga.

• Við látum ekki renna vatni að óþörfu. Það væri mjög vel þegið ef þú vildir gera það líka.

• Við reynum alltaf að minnka úrgang með því að flokka ruslið. Við erum með flokkunaraðstöðu í gestamóttöu hótelsins. Vinsamlegast notaðu aðstöðuna eins og mögulegt er.

• Við kaupum vörur fyrir rekstur fyrirtækisins í heimabyggð ef því verður við komið. Það styður við atvinnu í samfélaginu og dregur úr flutningskostnaði.

• Við lágmörkum notkun á umbúðum með því að kaupa ekki inn vörur í litlum einingum heldur í stærri og skiptum út einnota hlutum fyrir margnota eða endurnýtanlega.

• Við gefum hlutfall af hagnaði fyrirtækisins eða tíma okkar til samfélagsverkefna og náttúruverndar.

• Við stuðlum að fræðslu og ánægju. Vel upplýst starfsfólk er mikilvægur grunnur að velgengni fyrirtækisins og upplifun ferðamanna. Fyrirtæki okkar mun þjálfa starfsfólk og upplýsa gesti okkar um það sem við erum að gera og hverning þeir geta tekið virkan þátt í að hjálpa okkur að vera umhverfisvæn.

Arctic Hotels

Kirkjutorg 3 | 550 Sauðárkrókur | Ísland

Hótel Mikligarður | Sími: (+354) 453-6330

Gistiheimilið Mikligarður | Sími: (+354) 453-6880

Hótel Tindastóll | Sími.: (+354) 453-5002

Netfang: info@arctichotels.is

Kt. 420207-0770

Fylgdu okkur