Hótel Mikligarður
- Gisting á Sauðárkróki -
Hótel Mikligarður, stærsta byggingin okkar, er einungis í notkun á sumrin þegar ferðamannastraumurinn er í hámarki. Mikligarður, sem er á góðum stað, skammt frá miðbæ Sauðárkróks, býður upp á 65 herbergi (einbýli, tvíbýli, þríbýli, fjölskylduherbergi og herbergi sérbúin fyrir viðskiptavini með fötlun). Þar sem úrval herbergja er svo fjölbreytt, hentar hótelið vel fyrir margvíslega viðskiptavini, hópa, fjölskyldur, þá sem eru ferðast á eigin vegum. Öll herbergi eru búin sérsnyrtingum og sturtu. Nettenging er ókeypis. Lyfta er í húsinu og sjónvarpsstofa á hverri hæð. Meira en helmingur herbergjanna hefur verið endurnýjaður og lokið verður við þau sem eftir eru innan tveggja ára.
Á hverjum morgni er boðið upp á morgunverðarhlaðborð og vínbar er starfræktur á kvöldin. Starfsfólk veitir gjarna upplýsingar og ráðgjöf um markverða staði í grenndinni; atburði, ferðaáætlanir og hvaðeina annað sem gestir kunna að þurfa á að halda þegar þeir skipuleggja ferðir eða afþreyingu.
Skammt er í miðbæ Sauðárkróks sem gefur kost á margvíslegri afþreyingu. Skóglendi í næsta nágrenni býður upp á gönguferðir í notalegu umhverfi og svæði þar sem unnt er að snæða piknik nestið sitt í friði og ró. Einnig má njóta útiveru á grasflötunum umhverfis hótelið á sólríkum sumardögum.
Á Hótel Miklagarði er líka nýr veitingastaður, Drangey, sem býður upp á ljúffenga rétti úr héraði og er opinn frá 1. júní til 19. ágúst
Fylgdu okkur